Fimmtudaginn 22. september verður heimildarmynd um verkefnið Flatbökusamsteypuna frumsýnd á KEX hostel.

Flatbökusamsteypan er verkefni runnið undan rifjum samstarfsverkefnisins Konnect, sem LHÍ er aðili að.

Þáttakendur í verkefninu eru:

Ágústa Gunnarsdóttir. myndlist.
Eveline Bünter, vöruhönnun.
Gísli Hrafn Magnússon, myndlist.
Joel Zushman, auðlindafræði, HÍ.
María Nielsen, vöruhönnun.
Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir, fatahönnun.

Heimildamynd: Óskar Kristinn Vignisson

Um verkefnið:
Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til þess að fræða sig um matarvenjur sínar. Flatbökusamsteypan notast við eitt auðþekktasta tákn alþjóðlegrar matarmenningar — pitsuna — sem stökkpall fyrir umræður um mikilvægi þess að auka staðbundna matarræktun og hvernig það getur hjálpað samfélaginu.

Flatbökusamsteypan er samstarfsverkefni milli listamanna, ræktenda og kokka sem hafa það að markmiði að kynna sér hvaða möguleikar eru fyrir hendi á Íslandi til þess að búa til 100% íslenska pitsu. VIð byrjum á staðbundnu hráefni og síðan víkkum við hringinn út í flóknari hluti — hvaðan kemur ofninn, eldiviðurinn, eldhúsáhöldin. Við munum fá ráðleggingar frá helstu sérfræðingum á hverju sviði til þess að læra sem mest og best um viðfangsefnið, hvort sem það er að rækta tómata eða safna leir til þess að móta ofn.

Viðburður á Facebook
Vefsíða Konnect
Vefsíða Flatbökusamsteypunnar