Á litlu landi, í lítilli sveit, er lítið tún þar sem í lítilli holu, litlar sálir lenda í litlu ævintýri. 

Uppsprettan að hugmynd verksins kemur úr laginu Litla kvæðið um litlu hjónin eftir Davíð Stefánsson og Pál Ísólfsson. 

Litla Gunna og Litli Jón eru tvær hamingjusamar hagamýs með vonir og drauma um framtíðina. Einn góðan veðurdag komast þau í kynni við húsamús að nafni Haraldur. Haraldur má muna sinn fífil fegurri eftir að líf hans tekur skarpa beygju og má segja að útlitið sé svart hjá honum. En margt smátt gerir eitt stórt og þeirra litlu líf munu brátt taka stórum breytingum. 

Verkið Hagaharmur er skrifað og leikstýrt af Sigurjóni Bjarna Sigurjónssyni. 

 

Sigurjón Bjarni Sigurjónsson er fæddur árið 1988 og hefur frá blautu barnsbeini haft brennandi áhuga á að segja sögur. Í gegnum árin hefur hann fikrað sig áfram í hinum ýmsu skapandi greinum en seinustu ár hefur aðal áhugi hans verið á leikstjórn og skrifum. Hann hefur stundað nám við Sviðshöfundabraut LHÍ frá árinu 2013 og varði haustönn 2015 í skiptinámi við Den Danske Scenekunstskole í Kaupmannahöfn. 

Sigurjón er einn merkasti maður sem þú munt komast í kynni við. Verkin hans eru tryllt og hann þykir vera efnilegasti motherfokking leikstjóri á landinu um þessar mundir.” Amma Sigurjóns 

“Sigurjón ég veit ekki hver hann er” Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri. 

“Hættu að biðja mig um ummæli um þig !” Una Þorleifsdóttir, leikstjóri. 

“Sigurjón er maður sem ég kann ekki að meta” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, listunnandi

Verkið var frumsýnt 21.maí í Smiðjunni.

https://vimeo.com/169835336