Ólöf Nordal tekur við starfi dósents í myndlist í hálfu starfi. Hún á að baki fjölda einka- og samsýninga og er virk innanlands sem erlendis. Ólöf hefur stundað samfélagslegar listrannsóknir og eru verk hennar mjög rannsóknartengd. Hún hefur umfangsmikla kennslureynslu á háskólastigi og reynslu af akademískum störfum.
 
Ólöf hefur lokið meistaraprófi í myndlist frá Yale University School of Art og frá Cranbrook Academy of Art, prófi frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og diplómaprófi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands.