Bjarki Bragason tekur við starfi lektors og fagstjóra bakkalárnáms í myndlist í fullu starfi.
 
Bjarki hefur verið virkur á fagvettvangi bæði innanlands sem erlendis, auk þess sem hann hefur nokkra reynslu af sýningarstjórnun. Hann er virkur listrannsakandi og hefur töluverða reynslu af kennslu á háskólastigi auk fjölbreyttrar stjórnunarreynslu á sviði myndlistar.
 
Bjarki lauk meistaraprófi í myndlist frá California Institute of the Arts, CalArts í Los Angeles og bakkalárprófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands.