Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana Listaháskólans í nánu samstarfi við stjórnendur skólans. Hann hefur yfirumsjón með fjárhagsbókhaldi og tryggir að verklag sé í samræmi við reglur og viðurkenndar bókhaldsvenjur.
Hann sér um skýrslugerð og milliuppgjör í samráði við framkvæmdastjóra og gefur honum, deildarforsetum og forstöðumönnum stoðsviða upplýsingar úr bókhaldi eftir því sem óskað er. Fjármálastjóri heldur utan um styrki og sjóði sem eru í umsjá skólans og vinnur með endurskoðendum að gerð ársreikninga.

Menntun, hæfni, reynsla

  • Háskólapróf í viðskiptafræði
  • Haldgóð reynsla af rekstri, reikningshaldi og fjármálum
  • Góð þekking á Navision bókhaldskerfi
  • Góðir samskiptahæfileikar

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2016

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt eigi síðar en mánudaginn 6. júní í netfangið //gunnhildurarnar [at] ceohuxun.is">gunnhildurarnar [at] ceohuxun.is merkt Fjármálastjóri–Listaháskóli Íslands

Frekari upplýsingar um starfið veitir Magnús Loftsson framkvæmdastjóri, í síma 552 4000 á skrifstofutíma (9-15), eða í tölvupósti magnusloftsson [at] lhi.is

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Listaháskóli Íslands er leiðandi í sköpun og miðlun þekkingar í listum, eflir fagmennsku og er í fararbroddi fyrir þróun almennrar menntastefnu í listum.

Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðasviðinu listir. Skólinn starfar í fimm deildum, myndlistardeild, hönnunar- og arkitektúrdeild, tónlistardeild, sviðslistadeild og listkennsludeild. Starfsstöðvar skólans eru fjórar við Þverholt, Sölvhólsgötu, Austurstræti og Laugarnesveg í Reykjavík.