Kristinn Roach Gunnarsson heldur útskriftartónleika sína úr Listaháskóla Íslands þann 26. maí næstkomandi í Salnum í Kópavogi kl. 21.
 
Verkið sem verður leikið er ónefnt rafverk í fjórum þáttum. Þrír af þessum fjórum þáttum eru unnir í kringum spunnar sönglínur og textabrot frá Ástu Fanneyju Siðgurðardóttur, listakonu. Ásamt Kristni leikur Kári Einarsson á hjóðgervla, hljóðbreyta og hljóðbúta.