Sýning 21.mai í Tjarnarbíó frá 19.00 til 04.00. Frítt inn, miðapantanir óþarfar en hleypt er inn á klukkustunda fresti á heila tímanum.

ATH. AÐEINS SÝNT EINU SINNI

Hvað gerist þegar ungar konur mæta ævintýrinu um Mjallhvíti og spegla það í samtímanum? Þær Andrea, Ebba Katrín, Gígja, Gígja Sara, og Lóa Björk hafa gegnsýrt sig í heimi Mjallhvítar og niðurstaðan varð níu klukkustunda langt verk.

Madhvít er ekki dugleg.
Madhvít er ekki sniðug.
Madhvít er ekki klár.
Madhvít er ekki prinsessa.
Madhvít er ekki pólitísk.
Madhvít er ekki ekki rasísk.
Madhvít er ekki feminísk.
Madhvít er ekki kvennalist.
Madhvít er ekki jaðarlist.

Fram koma Andrea Vilhjálmsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Gígja Jónsdóttir, Gígja Sara Björnsson og Lóa Björk Björnsdóttir ásamt gestum.

Andrea Vilhjálmsdóttir er sviðshöfundur og þjóðfræðingur. Á lokaári sínu við skólann hefur Andrea aðallega sótt innblástur í þekkt minni úr ævintýrum, goðsögum og poppmenningu og sett þau í samhengi við samtíma hugmyndir okkar um mannkynið, náttúruna og framtíð plánetunnar sem við lifum á. Að undanförnu hefur hún meðal annars sett upp Pocahontas og Litlu hafmeyjuna en beinir nú sjónum sínum að Mjallhvíti.