Tónlistardeild Listaháskóla Íslands og tónlistarhátíðin Tectonics  eru í miklu og gjöfulu samstarfi á hátíðinni í ár.

Í dagskrárriti hátíðarinnar segir m.a.:

Í ár er jafnframt efnt til stóraukins samstarfs við Listaháskóla Íslands en í samvinnu við Listaháskólann er boðið upp á málþing og masterklass í aðdraganda hátíðar, auk fyrirlesturs og þátttöku nemenda skólans í tónlistarflutningi á hátíðinni. Vert er að vekja sérstaka athygli á málþinginu þar sem tilvist sinfóníuhljómsveita og þróun hennar sem lifandi listforms á 21. öld verður skoðað frá ýmsum hliðum. 

Við bendum sérstaklega á eftirfarandi viðburði:

Þriðjudagur 12. apríl
13:15-15: 45 Kaldalón -- Sinfóníuhljómsveitin á 21. öld
Málþing um stöðu sinfóníuhljómsveita í samtímanum.

Frummælendur: Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Davíð Brynjar Franzson, tónskáld, Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, Ilan Volkov, hljómsveitarstjóri og María Huld Markan Sigfúsdóttir, tónskáld.
Fundarstjóri: Njörður Sigurjónsson, dósent
Málþingið er haldið í samstarfi við Rannsóknarstofu í tónlist (RíT) sem starfar á vegum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Málþingið fer fram á ensku.
 

 
Miðvikudagur 13. apríl
15:00 Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13

Masterklass með Séverine Ballon, sellóleikara.
Aðgangur ókeypis

 
Fimmtudagur 14. apríl
19:00 Opið rými Hörpu -- Sveimur

Hafdís Bjarnadóttir: Sveimur (frumflutningur)
Sveimur-Spinoff (frumflutningur) -- samstarfsverkefni Hafdísar Bjarnadóttur og nemenda við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Guy Wood.
Flytjendur: Hafdís Bjarnadóttir, Sigurður Halldórsson, Guy Wood, Ungsveit og meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemendur Listaháskóla Íslands.

 
Föstudagur 15. apríl
12:45 Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13

Tónskáldið Peter Ablinger flytur fyrirlestur um verk sín.
Aðgangur ókeypis