Nýsköpunarsjóður námsmanna úthlutar stærstu styrkjunum til nemenda Listaháskólans

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2016. Sjóðnum bárust alls 254 umsóknir í ár en aðeins 67 verkefni hlutu styrk, sem gerir 26.4% úthlutunarhlutfall.

Styrkt verkefni með aðkomu nemenda og kennara Listaháskólans eru 7 talsins, sem alls 19 nemendur munu vinna að í sumar og er aukning frá síðasta ári. Flest verkefnanna eru á sviði hönnunar og arkitektúrs, ein einnig hlutu nemendur í myndlist, listkennslu og tónlist styrki. Athygli vekur að stærstu styrkirnir í úthlutun þessa árs falla í hendur nemenda hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans.

Listaháskólinn óskar nemendum og leiðbeinendum þeirra til hamingju með árangurinn.

 

Köld nánd, sviðsljós kvenlíkamans í popp-menningu
Leiðbeinandi: Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, kr . 699.000

Loft og vatn: náms- og kennsluvefur
Leiðbeinandi: Ásthildur Björg Jónsdóttir
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, kr . 699.000

Hulda: hljóð- og ljósskúlptúr
Leiðbeinandi: Berglind María Tómasdóttir
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, kr . 699.000

Ölgerðin og íslenskir grænmetisbændur
Leiðbeinendur: Búi Bjartmarsson, Garðar Eyjólfsson, Kristrún Thors og Kristín María Sigþórsdóttir
15 mannmánuðir fyrir 5 nemendur, kr. 3.495.000

Sopar úr lofti
Leiðbeinendur: Kristján Leósson og Garðar Eyjólfsson
6 mannmánuðir fyrir 2 nemendur, kr. 1.398.000

Hönnun og uppsetning „Hringrásarseturs“ með áherslu á upplifunarfræðslu
Leiðbeinandi: Ragnheiður I. Þórarinsdóttir og Thomas Pausz
9 mannmánuðir fyrir 3 nemendur, kr. 2.097.000

Rými sorps: Hvernig getur arkitektúr stuðlað að lokaðri hringrás sorps?
Leiðbeinendur: Sigrún Birgisdóttir
12 mannmánuðir fyrir 4 nemendur, kr. 2.796.000

Þetta yfirlit er unnið upp úr gögnum Rannís þar sem verkefni eru skráð eftir nafni leiðbeinanda og titli verkefnis ásamt upplýsingum um aðsetur leiðbeinanda og þá upphæð sem verkefnið hlýtur í styrk. Innan skamms verður hægt að nálgast upplýsingar um nöfn nemenda og lýsingu á verkefnunum hér.