Þriðjudaginn 8. mars kl. 12.15 heldur Richard Vodička fyrirlesturinn Small, [Remote] and International - Embracing Interdisciplinary Approach in Design Education í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrasal A.

Richard Vodička er varadeildarforseti alþjóðaskrifstofu Tomas Bata Háskólans í Zlín í Tékklandi. Hann starfar þar við deildina Multimedia Communications og kennir meðal annars um sjónlistamenningu  samtímans þar sem hann fjallar á fræðilegan hátt um myndlist og hönnun og tengls þeirra á milli. Richard hefur einnig sinnt sýningastjórn og stuðlað að uppbyggingu skapandi greina í Zlín héraðinu. Auk þess er hann meðlimur í tékkneskum stýrihóp um skrásetningu listviðburða. 

Richard mun fara víða í fyrirlestri sínum. Hann mun ræða um þverfagleg verkefni og alþjóðlegar sýningar sem hann hefur tekið þátt í, meðal annars í London, Tokyo og Mílanó. Auk þess mun hann fjalla um hönnunarnám og ólíka aðferðafræði í kennslu, þverfræðilegt samstarf innan hönnunar og samstarf hönnunargreina við aðrar greinar. Hann mun einnig fjalla um traust, leiðsögn og leiðtogahæfni. 

Richard er gestakennari í meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands. 

Hádegisfyrirlesturinn er í sal A í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. 

FACEBOOK VIÐBURÐUR