Nemendur 3. árs leikarabrautar sýna afrakstur sjö vikna námskeiðs í vinnu með aðferðafræði sem kölluð hefur verið „devised“, sem túlka má sem ólíkar samsetningar og sköpunaraðferðir við gerð leiksýninga.

Megináhersla er lögð á það ferli sem á sér stað þegar hópur listamanna kemur saman til að vinna sýningu frá grunni.

Eitt er vitað: Það verður haldið útí eyðimörkina með Jesú frá Nasaret, nýskýrðum, í leit að svörum við stórum spurningum. Við sögu koma kassettutæki, sem inniheldur spóluna "Greatest Hits" með hljómsveitinni Journey, ýmiskonar óvættir og tímaferðalangar.

Sýningar verða í Smiðjunni 4., 5., og 8.  desember.

Kennari: Ragnar Bragason.