Samtal við sjónarhorn

Nemendur í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild Listaháskóla Íslands flytja verk sérstaklega samin inn í sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu.
Höfundar og flytjendur verka: Alessandro Cernuzzi, Arnold Ludvig, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Bragi Árnason.

Auk þeirra taka börn úr Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og hópur tónlistarmanna og leikara þátt í dagskránni.

Málstofa/Public talks - Ilmur Stefánsdóttir

Ilmur Stefánsdóttir leikmynda og búningahöfundur er gestur Málstofu að þessu sinni. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagt stund á gjörningalist hérlendis og erlendis. Ilmur er hluti af sviðslistahópnum Common Noncence en þau hafa unnið töluvert með stökkbreytingu hluta og hegðun fólks. Ilmur deilir með okkur vinnuaðferðum og hugmyndum sínum. 

 

EINKASÝNING: ÁGÚSTA BJÖRNSDÓTTIR

ÁGÚSTA BJÖRNSDÓTTIR

ÓRAR

Einkasýning Ágústu Björnsdóttur opnar fimmtudaginn 23. nóvember kl.17:00 – 20:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

₍˄·͈༝·͈˄₍˄·͈༝·͈˄( ͒ ु•·̫• ू ͒)˄·͈༝·͈˄₎˄·͈༝·͈˄₎ 

„þetta er eins og að sökkva ofan í grasþúfu ofan í jörðina alla leið upp yfir skýin og niður aftur þar til endað er á sama stað á sama tíma nema í annarri vídd"

₍˄·͈༝·͈˄₍˄·͈༝·͈˄( ͒ ु•·̫• ू ͒)˄·͈༝·͈˄₎˄·͈༝·͈˄₎

Kynning á Payday forriti

Meistarafélagið Jakob, nemendafélag meistaranema LHÍ stendur fyrir kynningu mánudaginn 27. nóvember. 

 
Payday var tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna Norðurlanda 2017 og er talið framúrskarandi nýtt hugbúnaðarforrit.
Björn Björnsson er stofnandi og framkvæmdarstjóri Payday ásamt því að reka hugbúnaðarfyrirtækið Divot ehf.
 
Björn hefur margra ára reynslu í þróun og rekstri hugbúnaðar og var einn af stofnendum Miði.is. Hann hefur einnig stýrt þróun miðasöluhugbúnaðar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
 

Peter Maté og Eugen Prochác: Fyrirlestur um Hummel

Eugen Prochác og Peter Máté halda fyrirlestur um austurríska tónskáldið Hummel og leika valda kafla úr verkum hans fyrir selló og píanó.

Johann Nepomuk Hummel (1778-1837) var nemandi Mozarts og vinur Beethovens og Schuberts og starfaði í Vínarborg, Stuttgart og Weimar. Hann var einn frægasti píanóleikari og tónskáld síns tíma en eftir komu nýrra strauma rómantíkurinnar hurfu verkin hans úr tónlistarsölum Evrópu. Síðustu áratugi hafa margir tónlistarmenn heimsins unnið við verðskuldaðri endurreisn tónverka þessa síðklassíska tónskálds.

Kirsuberjagarðurinn

KIRSUBERJAGARÐURINN EFTIR ANTON CHEKHOV

20.aldar verkefni í senuvinnu 3.árs leikaranema

 

Verkefnið spannar sex vikna tímabil rannsóknar – og úrvinnslu 3.árs leikaranema á Sviðslistardeild LHÍ á styttri endurgerð Stefáns Halls Stefánssonar leikstjóra á þýðingu Jónasar Kristjánssonar frá 2011.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Myndlistardeild, Fatahönnunardeild og Tónlistardeild LHÍ.

 

LEIKARAR:

ÁRNI BEINTEINN ÁRNASON

EBBA KATRÍN FINNSDÓTTIR

ELÍSABET S. GUÐRÚNARDÓTTIR