We are happy to announce that Steinunn Ketilsdóttir, choreographer, will be a guest-researcher at the department for the next two years.

 

Þetta er í fyrsta skipti sem formlegt samkomulag um gestarannsakanda er gert við Listaháskólann en þetta er liður í innleiðingu nýs ramma um akademísk gestastörf við skólann, sem ætlað er að styðja við uppbygggingu rannsókna á fræðasviði lista.

Gestarannsakandi er sérfræðingur á fræðasviði lista sem dvelur tímabundið við tiltekna deild til að sinna skilgreindu rannsóknarverkefni.

Viðkomandi deild veitir gestarannsakanda aðstöðu til að sinna verkefninu sem og aðgang að gögnum eða þekkingu eins og við á, auk þess að aðstoða við tengslamyndun við hérlendan fagvettvang. Sem gestarannsakandi mun Steinunn vinna rannsóknarverkefnið “EXPRESSIONS: the power and politics of expectations in dance.

Steinunn Ketilsdóttir er með bakkalárgráðu í dansi frá Hunter College í New York síðan 2005. Hún lauk meistaragráðu í Performance Studies frá NYU Tisc School of Arts 2016. Steinunn hefur starfað á alþjóðavettvangi sjálfstætt sem og í samstarfi við aðra listamenn og sýnt verk sín víða um heim. Nánari upplýsingar um Steinunni og rannsóknir hennar má nálgast á vefsíðu hennar.