Í verkefninu sem um ræðir hlutu alls 14 nemendur, sem útskrifuðust á árunum 2012 og 2013, styrk til að fara í starfsnám á sínu fagsviði í Evrópu. Með þessu viðbótarfjármagni er skólanum unnt að styrkja um 6 nemendur til viðbótar til starfsnáms úr þessum sömu útskriftarárgöngum. Veittir verða styrkir til 4 - 16 vikna starfsnáms í Evrópu á tímabilinu 1. september 2014 - 1. maí 2015.

Þeir nemendur sem útskrifuðust 2012 og 2013, og telja sig geta nýtt styrkinn eru beðnir um að hafa samband við alþjóðaskrifstofu Listaháskólans í síma 545-2205 eða í tölvupósti á netfangið alma [at] lhi.is. Umsóknarfrestur er 1. september n.k. Með umsókn skal fylgja starfsnámssamningur.

Nánari upplýsingar um Leonardo starfsnámsstyrki er að finna á heimasíðu skólans: http://lhi.is/skolinn/althjodlegt-samstarf/starfsnam/leonardo-mannaskipti/

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin í Estonian Academy of the Arts í Tallinn, Eistlandi.