Eins nutu nemendur ávaxta norrænna leiklistardaga, sem að þessu sinni vou haldnir í Reykjavík, dagana 23.-26.ágúst. Nokkrir nemendur voru sjálfboðaliðar við sýningar á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal og allir nemendur deildarinnar nutu góðs af heimsóknum þekktra erlendra og innlendra listamanna, sem leiddu vinnustofur á norrænu leiklistardögunum, Kai Johnsen, She She Pop, Mårten Spångberg, MindGroup og Ellen Lauren. Þessir listamenn héldu erindi um starf sitt og sýndu brot af afrakstri úr vinnustofum á sameiginlegurm fundi fagfólks og nemenda í Sölvhóli. Ellen Lauren, sem er einn fremsti kennari heims í þjálfunaraðferðunum Suzuki og Viewpoints, hefur samhliða þátttöku sinni á leiklistardögunum, kennt námskeið í aðferðum sínum fyrir 3.árs nema og erlenda gesti.

Það var sannarlega ánægjulegt að geta boðið nemendum leiklistar og dansdeildar uppá þennan kraumandi pott, sem veitti þeim spennandi innsýn í gróskuna í sviðlistum og kynni við áhugaverða listamenn úr ýmsum áttum.