Meistaranemar í listkennsludeild LHÍ taka virkan þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Hluti þeirra vinnur með 6. Bekk í Laugarnesskóla að fjölbreyttum myndlistar- og tónlistarverkefnum í Grasagarðinum Laugardal þar sem áhersla er á nærumhverfið og náttúruna.  Nemendur deildarinnar leiða einnig trúða-, grímu- og söngleikjanámskeið bæði úti í skólum og í Ævintýrahöllinni í Iðnó en þær vinnusmiðjur eru hluti af  sviðslistahátíð Assitej, alþjóðlegum samtökum um leikhús fyrir unga áhorfendur. Síðast en ekki síst munu nemendur stýra danssmiðju fyrir stráka í samstarfi við JBS og leiða þá í viðamikilli dansuppákomu í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar um viðburðina má finna á heimasíðu .