Auk kennslu fer háskólakennarinn með fagstjórn námsbrautarinnar Fræði og framkvæmd. Starfið felur í sér kennslu, rannsóknir, stjórnun náms og stefnumótun í samvinnu við deildarforseta og aðra starfsmenn deildarinnar. Um fullt starf er að ræða. Ráðið er í stöðuna frá janúar 2013.

Hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í sviðslistum  (MA eða MFA)
  • Umtalsverða reynslu af verklegri og fræðilegri kennslu í sviðslistum á háskólastigi
  • Góða þekkingu á háskólastarfi og þróun náms  á efstu menntastigum
  • Yfirgripsmikla þekkingu á straumum og stefnum í sviðslistum samtímans
  • Reynslu af leikstjórn, m.a. með áherslu á samsettar aðferðir (devised)

Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um námsferil umsækjanda, störf hans við kennslu og stefnumótun, stjórnun í háskólastarfi og störf við leikhús og aðrar sviðslistastofnanir. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um þau sviðslistaverkefni sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að í starfi sínu. Umsækjandi skal gera skýra grein fyrir kennslustörfum sínum og jafnframt veita upplýsingar um önnur störf sem hann hefur gegnt, þ.m.t félags- og stjórnunarstörf og störf á vettvangi listsköpunar og/eða listflutnings.

Einnig skulu fylgja aðrar þær upplýsingar er umsækjandi telur að geti varpað ljósi á reynslu hans og þekkingu gagnvart viðkomandi starfi. Ennfremur skal fylgja yfirlit um námsferil og afrit af prófskírteinum ásamt greinargerð um hugmyndir umsækjanda um auglýsta stöðu. Æskilegt er að umsagnir um fyrri störf umsækjanda berist með umsókn og kennslumat nemenda ef slíkar upplýsingar liggja fyrir.

Auk kennslu og umsjónarstarfa við Fræði og framkvæmd, mun kennarinn sinna afmarkaðri kennslu á öðrum brautum deildarinnar, og hann stýrir ýmsum verkefnum sem lúta að skólastarfinu í víðara samhengi. Hann vinnur að eigin rannsóknum og skal vera virkur þátttakandi í því fræða og fagsamfélagi sem skólinn byggir upp.Við ráðningu í stöðuna verður m.a annars tekið tillit til hvaða hæfileika ætla má að umsækjandinn hafi til samstarfs við aðra og hvernig eiginleikar hans geti nýst til forystustarfa innan skólans.

Rektor ræður í starfið í samráði við deildarforseta leiklistar og dansdeildar að undangengnu mati dómnefndar sem dæmir um hæfi umsækjenda í samræmi við sérstakar reglur um veitingu akademískra starfa við Listaháskóla Íslands. Ráðningin er til þriggja ára. Um endurráðningar er kveðið á um í reglum um veitingu akademískra starfa.

Umsóknir skulu stílaðar á rektor og skal skila þeim ásamt með fylgigögnum  til Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 2. nóvember. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Sjá nánar um reglur um veitingu akademískra starfa