Hingað til lands er væntanlegur hópur prófessora og nemenda í arkitektúr sem hafa undanfarið misseri rannsakað Ísland með áherslu á þá að skoða þær breyttu aðstæður í umhverfi og iðnaði sem einkenna samtíma okkar. Skýrsla þeirra ber heitið Industrial Landscape: A Territorial Constitituion for Iceland. Á vorönn munu þau vinna úr þessum upplýsingum vinna verkefni þessu tengd. Fyrir hópnum fer Harry Gugger arkitekt og prófessor í Lausanne EPFL en verkið er unnið undir LABA, rannsóknarstofu í Basel: laba.epfl.ch

Boðið verður upp á hádegisverð og einnig léttar veitingar og spjall að málstofu lokinni.