Í fyrsta lagi má nefna verkefni sem byggir á útskriftarverkefni Brynju Þóru Guðnadóttur meistaranema í hönnun og nefnist: Innigarður: heimrækun á grænmeti í hydrogeli unnið úr brúnþörungum. Leiðbeinandi er Tinna Gunnarsdóttir, aðjúnkt í vöruhönnun.

Tinna er einnig umsjónarmaður verkefnisins Formgerð minning: Nýtt viðhorf til minjagripa sem einnig fékk styrk úr sjóðum. Verkefnið er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Reykjavíkurborgar.

Þá fékk verkefnið Þekkirðu fuglinn? Rannsókn á fuglafræðiþekkingu barna og þróun og gerð spils sem gerir þeim kleift að læra í gengum leik veglegan styrk úr sjóðnum en verkefnið er samstarfsverkefni Listaháskólans, Háskóla Íslands og Selásskóla en annar af umsjónarmönnum verkefnisins er Rúna Thors, stundakennari í vöruhönnun við Listaháskólann.

Verkefnið Mat á vistvæni torfbygginga sem er samstarfsverkefni Listháskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Íslenska bæjarins fékk einnig styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna nú í ár. Fulltrúi Listaháskólans í verkefninu og einn af umsjónarmönnum þess er Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt í arkitektúr. 

Með þessum styrkveitingum gerir Nýsköpunarsjóður námsmanna nemendum við Listaháskólann, kleift að vinna rannsóknarverkefni í sumarstarfi á fagsviði hönnunar og arkitektúrs og leggur þannig sitt á vogarskálarnar við að þróa rannóknir á þessum fræðasviðum. Hönnunar- og arkitektúrdeild óskar styrkþegum, bæði umsjónarmönnum og nemendum innilega til hamingju.