Rektor, Fríða Björk Ingvarsdóttir, skýrði frá helstu niðurstöðum skýrslu úttektarnefndar á vegum Gæðaráðs háskólanna um gæði náms og kennslu við Listaháskólann. Hlaut skólinn hæstu einkunn sem gefin er íslenskum háskólum. 

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir ársreikningi, en halli á rekstri var 3 milljónir króna fyrir almanaksárið 2014.

Deildarforsetar sögðu frá helstu stefnumálum og framtíðarsýn sinna deilda og sátu síðan í pallborði sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir forstöðumaður rannsóknaþjónustu stýrði. Líflegar umræður spunnust m.a. um þróun meistaranáms, rannsóknir og samstarfið við fagvettvang listgreina.

Kolbrún Halldórsdóttir formaður stjórnar skólans stýrði fundinum.

Link(s) \u002D 8364