Nemendurnir vinna verkefni þar sem sérstakar aðstæður jaðarsamfélags eru skoðaðar með tilliti til þess að breyta og bæta þjónustu, framleiðslu og umgjörð samfélagsins, allt með sjálfbærni að leiðarljósi. Aðferðarfræði hönnunar leikur lykilhlutverk í samræðum og athugunum nemendanna sem vinna undir leiðsögn þriggja kennara frá LHÍ, KHiO og HDK í Gautaborg. Nemendurnir dvelja á Höfn til föstudagsins 8. júní n.k. Sjá nánar: http://cirrusnetwork.net/archives/628

Alls sóttu 37 nemendur um að taka þátt í námskeiðinu en þeir sem valdir voru til þáttöku eru:

  • Mads Hårsted Pålsrud, meistarnemandi í hönnun frá KHiO í Osló
  • Tabea Glahs, meistarnemandi í grafískri hönnun frá KHiO í Osló
  • Þorleifur Gunnar Gíslason, útskriftarnemandi í grafískri hönnun frá LHÍ
  • Jón Helgi Hólmgeirsson, útskrifarnemandi í vöruhönnun frá LHÍ
  • Kotryna Naraskeviciute, 3.árs BA nemandi í grafískri hönnun frá Vilnius Art Academy
  • Louisa Johansson, meistarnemandi í hönnun frá HDK í Gautaborg
  • Kairit Solg, meistaranemandi í rýmishönnun frá Aalto University í Helsinki
  • Lærke Thorst Balsev, meistaranemandi í miðlun frá Kolding Designskole
  • Lisbeth Poulsen, myndlistarmaður, tilnefnd af Menningarmiðstöðinni í Nuuk á Grænlandi
  • Kristiina Remmelkoor, fjórða árs nemandi í arkitektúr frá Estonian Academy of Arts

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:

  • Halldór Gíslason, prófessor við KHiO í Osló
  • Jóhannes Þórðarson, deildarforseti Hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ
  • Lotta Kvist, fagstjóri við HDK í Gautaborg

Nánari umfjöllun um námskeiðið og myndir eru hér: http://www.dorigislason.com/