Nordplus Music er samnefnari fyrir fjögur smærri net á sviði klassískrar tónlistar, jass, þjóðlaga- og óperutónlistar. Þrjátíu og þrír alþjóðafulltrúar frá átta löndum sækja fundinn en auk Listaháskólans tekur tónlistarskóli FÍH einnig þátt í fundinum. Þessi stóri hópur hittist árlega til að ræða samstarfið innan netsins, fjármögnun verkefna og síðast en ekki síst til að skipuleggja áframhaldandi samstarf tónlistarháskólanna innan Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar.

Samstarf skólanna hefur m.a. gefið af sér þrjár Norrænar meistarnámsbrautir sem styrktar eru af Nordplus. Þetta eru Glomas (Global Music Master), Nomazz (Nordic Master in Jazz) og Nordic Folk Master.

Nánari upplýsingar um þennan viðburð og starfsemi tónlistarnetanna allra er að finna á vefsíðu Nordplus Music