Eftirtaldir nemendur hlutu styrk:

Hönnunar- arkitektúrdeild: Arnar Már Jónsson (BA fatahönnun) mun starfa hjá Rue du Mail í París, Narfi Þorsteinsson (BA grafísk hönnun) fer til I Love Dust hönnunarstofunnar í London, Guðrún Harðardóttir (BA vöruhönnun) fer til starfa hjá Dottir&Sonur í Berlín og Birkir Ingibjartsson (BA arkitektúr) mun starfa hjá Per Franson arkitektum í Stokkhólmi.

Leiklistar- og dansdeild: Jóhanna Vala Höskuldsdóttir (BA Fræði og framkvæmd) mun starfa hjá Bunker samtökunum sem meðal annarra standa að Mladi Levi sviðslistahátíðinni í Slóveníu, Elín Signý W. Ragnarsdóttir (BA samtímadans) mun starfa hjá Mute Company sem hefur aðsetur í Danmerku en ferðast víða með danssýningar sínar, Arndís Benediktsdóttir (BA samtímadans) fer í starfsnám til Helenu Jónsdóttur dansara og danshöfundar í Belgíu og Gígja Jónsdóttir (BA samtímadans) mun starfa hjá Dock 11, alþjóðlegum dansvettvangi þar sem sköpun, menntun og framsetning á dansi fer fram undir einu þaki.

Myndlistardeild: Dagrún Aðalsteinsdóttir (BA myndlist) og Ragnheiður Maísól Sturludóttir (BA myndlist) munu standa vaktina í sýningarskála Katrínar Sigurðardóttur á Feneyjartvíæringnum  í haust, og Ásta Fanney Sigurðardóttir (BA myndlist) mun starfa með Gavin Morrison hjá Atopia Projects í París.

Tónlistardeild: Bára Gísladóttir (BA tónsmíðar) mun starfa hjá Solistenensemble Kaleidoscope í Berlín, Guðný Valborg Guðmundsdóttir (BA tónsmíðar) fer til Edition S tónverkamiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn og Herdís Stefánsdóttir (BA tónsmíðar) mun starfa með Agli Sæbjörnssyni, myndlistar- og tónlistarmanni í Berlín.

Listaháskólinn óskar þessum hópi nýútskrifaðra nemenda til hamingju með styrkinn og velfarnaðar í störfum sínum erlendis.

Meðfylgjandi mynd var tekin í starfsnámi Olgu Sonju Thorarensen hjá Signa í Danmörku nú í vor.