2. ár sviðshöfunda við sviðslistadeild LHÍ sýnir afrakstur vinnu sinnar í námskeiðinu Sviðsetning hins persónulega. Í námskeiðinu er m.a. skoðað hvaða felst í sviðsetningu hins persónulega, hvernig við sviðsetjum okkur í hversdagslegum athöfnum og samskiptum og einnig hvernig þessari sviðsetningu hefur verið háttað innan lista á síðustu árum. Kennari á námskeiðinu var Karl Ágúst Þorbergsson. 

Hvert verk er aðeins sýnt einu sinni og er takmarkaður sætafjöldi. Sýningarnar eru opnar öllum og er frítt inn. 

Miðvikudaginn 22. mars
17.00 -23.00: Alma Mjöll Ólafsdóttir– Mig hefur lengi langað að ná utan um mig
18.00: Laura Durban– Move imagination
20.00: Martin Bien – Do not show up! Sorry Giessen
20.30: Hildur Selma Sigbertsdóttir - It's all about me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me

Fimmtudagurinn 23. mars
19.00: Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir – Vaka
19.30: Stefán Ingvar Vigfússon - Skrítlur um sjálfsmorðshugleiðingar
20.00: Gígja Sara H. Björnsson - Pabbi
20.30: Lóa Björk Björnsdóttir- Birmingham

Helgin 24.-26. mars 
Pálmi Freyr Hauksson– Koddu að hanga (athugið byrjar kl 17.00 þann 24 og endar kl 24.00 þann 26. mars)

Nánari upplýsingar um verkin: 

Alma Mjöll Ólafsdóttir– Mig hefur lengi langað að ná utan um mig
Athugið að verkið er 6 klukkustunda langt og áhorfendur geta komið og farið að vild. 

Laura Durban - Move Imagination
Expression of the Self as an abstract form of getting into a creative process. The framed but improvised side specific performance will not only stage us as the authentic performers but also the recipients. We will grab the attention of invited spectator as well as people passing by. We deal with social interactions, the individual restrictions and possibilities of our bodies, voices and experiences. We comment on alienation and connection through media and real life contact.
How can you imagine your personal self and transform it from the insight to the outside and therefore create an atmosphere through moving and expressing your own energy. 
ímyndunarafl = imagination
Í=in, myndunar=to create, to picture, afl=force

Martin Bien - Do not show up! Sorry Giessen
Martin is going to make the biggest and most boring mistake a theatre maker can ever do: He will speak about theatre in theatre. It is highly recommended to every single passionate theatregoer to not show up since the said and shown will reveal the fatal and dangerous knowledge everyone is already knowing: the yawning boredom and thereby the obviously theatre basic. 
„Do not show up! Sorry, Giessen.“ is both boredom and comparison of knowledge, thereby submitting the basic question of relevance in the scope of the obvious known as common knowledge of the theatre space. An audiophile piece on the obvious that everyone knows and hence prefers not to speak about. 

Hildur Selma Sigbertsdóttir - It's all about me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me me#narcissism
#selfobsession #socialmedia #mentalillness

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir - Vaka
Ég hlakka til á morgun. Held ég. Var morgundagurinn kannski í morgun? -Skiptir ekki máli. Við vonum bara að þetta reddist. Nú eða gleymist. 

Stefán Ingvar Vigfússon - Skrítlur um sjálfsmorðshugleiðingar
Öll höfum við okkar hugmyndir og tilfinningatengsl við dauðann, mörg okkar óttast hann, sum eru heltekin af honum en aðrir ganga nátturulegar eðlishvatir lífvera og stytta sér aldur.
Stefán Ingvar hefur verið lengi verið upptekinn af eigin dauðleika. 
Á mörkum hins hræðilega og hins fáránlega má oft stytta sér stundir.

Gígja Sara H. Björnsson - Pabbi
Í verkinu "Pabbi" gerir Gígja tilraun til þess að búa til samband milli sín og föður hennar. Þessar tilraunir munu aðalega fara fram í videoverki, en hún mun nota annan mann. 

Lóa Björk Björnsdóttir- Birmingham
Mamma mín keppti á heimsmeistaramótinu í borðtennis í Birmingham 1977, en gekk ekki vel. Þegar ég mætti á borðtennisæfingar sjálf þá faldi ég mig á bókasafninu og las Stelpur í strákaleit eftir Jacqueline Wilson . Nokkrum árum seinna lamdi ég strák með borðtennisspaða á Reykjum. 

Pálmi Freyr Hauksson - Koddu að hanga
Koddu að hanga er óður til hangsins. Óður til alls hangs, nánast sama í hvaða formi sem það er. Verkið er þrír dagar á lengd og leitast eftir því að bjóða gestum og gangandi uppá opinn vettvang til þess að hanga. Enginn pressa verður sett á gesti til þess að hanga stutt eða lengi. Hangsið er oft sagt vera vopn letingjans og er ekki upphafið fyrir það fallega sem það er. Sem er nánd mannskepnunar með samferðarmönnum sínum.