Sunnudaginn 6. maí klukkan 16 verður sett upp í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði ævintýraóperan Sónata eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messíönu Tómasdóttur en að sýningunni stendur sviðslistahópurinn Magga, Dísa og Sigga sem hefur á að skipa núverandi og fyrrverandi nemendum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands.

Markmiðið er að tónlist, saga og tölvuheimur fléttist saman í heildstæða frásögn í uppfærslunni en sýningin tekur um 50 mínútur og börn sérstaklega velkomin.

Listrænir aðstandendur sýningarinnar:

Arnþór Þórsteinsson, leikari, ljósahönnun.
Bergþóra Linda Ægisdóttir, söngkona
Heiðdís Hanna Sigurðdardóttir, söngkona
Hrefna Lind Lárusdóttir, leikstjóri
Jóhann Gísli Ólafsson, semballeikari
Louis Crevier, vídeólist og hönnun
María Sól Ingólfsdóttir, söngkona
Sigríður Hjördís, flautuleikari
Ýr Jóhannsdóttir, búningahönnuður

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Að sýningu lokinni verður efnt til umræðna með listamönnum og áhorfendum.

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Borgum fasteignasölu.

Sónata var frumsýnd í Gamla bíói árið 1994 af Sverri Guðjónssyni, Mörtu Halldórsdóttur, Kolbeini Bjarnasyni og Guðrúnu Óskarsdóttur en Strengjaleikhúsið hafði veg og vanda af uppsetningunni. Tónlistin úr þeirri uppfærslu kom út á geisladiski ári síðar.