„Í leit að Kaþarsis“
 
Steinunn Knútsdóttir deildarforseti sviðslistadeildarinnar, sviðslistamaður og höfundur er gestur málstofunnar að þessu sinni.
Steinunn er listrænn stjórnandi Áhugaleikhúss atvinnumanna og Netleikhússins Herbergi 408.  Hún stundaði leiklistarnám í Árósum í Danmörku og lauk síðar meistaranámi í leiklistarfræðum og leikstjórn frá De Montfort-háskólanum í Leicester á Englandi, og diplómanámi í leikstjórn undir stjórn Jurij Alschits hjá SCUT. Þá lauk hún BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1991. 
Steinunn gaf út verkið Lárétt rannsókn: örverk um áráttur, kenndir og kenjar (2010) sem fjallar um örverkröð Áhugaleikhús atvinnumanna og nú á haustdögum gaf hún út bókin Lóðrétt rannsókn: Ódauðleg verk Áhugaleikhúss atvinnumanna 2005-2015 (2016) um tíu ára vinnu leikhópsins við kvintólógíu um eðli mannsins. 
 
Steinunn mun veita innsýn í forsendur og samhengi listsköpunar sinnar; aðferðir hugmyndir og erindi.