Líttu á. Hvað sérðu? Ertu viss? Líttu aftur.

Stefán Jónsson prófessor, fagstjóri leikarabrautar sviðslistadeildar, leikari og leikstjóri er gestur málstofu að þessu sinni.

Stefán útskrifaðist sem leikari frá Guildhall School Of Music And Drama í London, 1989. Hann var lengst af fastráðinn við Þjóðleikhúsið eða til ársins 2003. Stefán hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hann hóf að leikstýra 1997 og hefur sem listamaður mestmegnis fengist við það síðan, aðallega hjá Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi. Flest viðfangsefni hans hafa verið ný íslensk verk, þótt hann hafi einnig tekist á við erlenda klassík og nútímaverk. Stefán sækir í verk sem hafa skírskotun í samfélag og heim líðandi stundar, velta upp spurningum um gildismat, með gagnrýnum hætti.

Stefán veitir innsýn inn í starfsaðferðir sínar og lýsir hugmyndafræðinni að baki þeirra.

Málstofan fer fram föstudaginn 14. Október kl 12:15 í Hráa sal (511)

 

Málstofa er fyrirlestraröð á vegum sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands