I AM HERE FOR THE RIGHT REASONS!

Karl Ágúst Þorbergsson fjallar um starfsaðferðir sínar og hugmyndafræði og veltir því m.a. fyrir sér hvar mörk raunveruleika og blekkingar liggi í hinum lifandi sviðsviðburði. Einnig beinir hann sjónum að því hvernig sambandi áhorfenda og listamanns er háttað og hvort og þá hvernig listamaðurinn geti notfært sér þetta samband til þess að beina athygli að samfélagslegum málefnum.

Karl Ágúst er einn af stofnefnum sviðslistahópsins 16 elskendur og hefur einnig unnið að einstaklingsverkum og starfað sem leikstjóri og dramatúrg. Hann útskrifaðist með meistaragráðu frá Institute for Art in Context við Universität der Kuunste Berlin árið 2014. Frá síðasta hausti hefur Karl gegnt stöðu lektors við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands með sérstaka áherslu á aðferðir sviðshöfunda og er starfandi fagstjóri sviðshöfundabrautar.