Nú í haust útskrifast Haukur Valdimar Pálsson sem sviðshöfundur af sviðshöfundabraut sviðlistadeildar. 

Útskriftaverkefnið hans er nýtt íslenskt verk sem leiklesið verður í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. 

Sýningar fara fram í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13.
Föstudaginn 2. september kl 19
Laugardaginn 3. september

miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is


miðapantanir eru afgreiddar á skrifstofutíma og send verður staðfesting á afgreiðslu miðapantanna við fyrsta tækifæri.

 

Í ÁLFVERINU

Klaus er þýskur Íslandsvinur sem snýr aftur til landsins til þess að skila steini sem hann tók heim með sér sem minjagrip. Hann er hræddur um að huldufólk landsins hafa tekið þessum þjófnaði illa og vill bæta fyrir brot sitt.  Tilkoma Klaus gæti komið sér vel fyrir huldufólkið, sem hefur því sem næst gefist upp í mannréttindabaráttu sinni eftir aldalangan yfirgang mannkynsins í heimalandinu.

 

UM HÖFUND

Haukur Valdimar hefur sem sviðshöfundur fengist við skrif og sviðsframkomu og leikið í ýmsum sviðsverkum utan og innan LHÍ auk þess að vinna við kvikmyndagerð en hann leikstýrði m.a. heimildarmyndinni „Hrikalegir“ og vann Ljósvakaljóð Reykjavíkurborgar fyrir bestu stuttmynd 2006. Síðastliðinn áratug hefur hann unnið sem diskódansari og bassaleikari, gert teiknimyndir og myndasögur, starfað í egypsku byltingunni, keyrt frá London til Kongó til styrktar górillum í Gabon og verið laumufarþegi á Ástarfleyinu.