Richard Saja er listamaður með aðsetur í Hudson, New York. Eftir að hafa stundað nám í hönnun við University of the Arts í Philadelphíu, stúderaði hann vestræna menningu við St Johns College í Santa Fe. Hann starfaði stuttlega sem listrænn stjórnandi í auglýsingabransanum á Madison Avenue, en öll hans áhugamál runnu saman í eitt þegar hann stofnaði lítið hönnunarfyrirtæki, Historically Inaccurate Decorative Arts. 

Þó Saja finni stundum þörf fyrir að kanna aðrar sköpunarleiðir en þær sem tengjast nálinni, byggja flest hans verk á því að nota útsaum til að umbreyta frönskum efnum með klassískum munstrum.Saja hefur sýnt verk sín víða um heim, í París, Berlín og Suður Kóreu en nýlega sýndi hann í Robert Miller Gallery, New York, og Museum of Fine Arts Boston. Bróderað efni hans er hluti af safneign Shelburne Museum í Vermont og Philadelphia Museum of Art.

Hádegisfyrirlesturinn er í sal A í húsnæði Hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. 

The lecture is in English and open to the public.