Bjarni lauk doktorsnámi í skipulagsfræði við Illinois hákólann 1980 og  starfaði á Borgarskipulagi Reykjavíkur í um aldarfjórðung og var m.a. ritstjóri þriggja aðalskipulagsáætlana fyrir Reykjavíkurborg. Í svipaðan tíma hefur hann starfað sem stundakennari og kennt um þróun og skipulag borga, meðal annars við Listaháskólann.

Árið 2003 stofnað Bjarni ráðgjafafyrirtækið Land-ráð sf. Land-ráð sf hefur meðal annars unnið viðhorfskannir fyrir Reykjavíkurborg um húsnæðis- og búsetuóskir borgarbúa og ferðavenjukannanir fyrir Vegagerðina.

Hádegisfyrirlesturinn er í sal A í húsnæði Hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11. Allir velkomnir.