Í þessu námskeiði vinna nemendur að sjálfstæðri uppsetningu. Nemandinn velur sjálfur viðfangsefni og aðferð. Áhersla er lögð á að nemendur þrói eigin hugmyndir, vinni úr þeim og finni þá framsetningu sem best hæfir viðfangsefninu.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru: Steinunn Ketilsdóttir, aðjúnkt og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, lektor og fagstjóri samtímadansbrautar.