GUÐNÝ SARA BIRGISDÓTTIR

HÖMLULEYSI / ALL-CONSUMING SELF

Einkasýning Guðnýjar Söru Birgisdóttur opnar fimmtudaginn 9. nóvember kl.17:00 – 20:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Hæfilegt magn af dramatík, 
einlægni í formi lyga, 
enn betri saga að tjaldabaki. 

Platón líkti jarðlífinu við dvöl í helli þar sem maðurinn sæi eingöngu skuggamyndir. 
Við erum fangar í þessum helli. Fyrir aftan okkur brennur eldur og á milli hans og okkar er tjald sem felur leikstjóra og leikara sem stýra leikbrúðunum. Skuggarnir af brúðunum falla á hellisvegginn. Við sjáum skuggamyndir en ekki það sem orsakar þær. Þegar við lýsum því með orðum sem sem við sjáum erum við að lýsa því sem við getum í rauninni ekki séð.

Facebook viðburður hér

gudny_sara.jpg
 

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.