ÁSBJÖRN ERLINGSSON

BARA VEL

Einkasýning Ásbjörns Erlingssonar opnar fimmtudaginn 16. nóvember kl.17:00 – 19:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Hvað í ósköpunum er þessi maður að tala um?
Hvernig komst ég í þessar samræður?

Ætla að prófa að standa hérna pínu.
Hann nefndi einhver flókin nöfn, hljómuðu pínu þýsk, allir virtust kannast við þau.
Hvort sagði hann "rangstaða" eða "Evrópusamband"?

Kinkaðu bara kolli og prófaðu að hlæja pínu, getur labbað burtu og þóst fara á klósettið eftir smá.
Af hverju snúa allir að mér núna?

“Ásbjörn, hvað finnst þér?”

“…”

“Ásbjörn?"

“..."

"Ekkert álit?"

"Bara vel."

_____________________________________________________________

What in the world is this man talking about?
How did I end talking to these people?

I'll try standing here for a bit.
He just mentioned some complicated names, sounded a little German, everybody seemed like they recognized them.
Did he say "offside" or "European Union"?

Just nod and chuckle, you can say you need to use the restroom in a bit and walk away.
Why is everyone looking at me now?

"What do you think, Ásbjörn?"

"..."

"Ásbjörn?"

"..."

"No opinion whatsoever?"

"Bara vel."

 

asbjorn.jpg
 

 

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.