AGNES ÁRSÆLSDÓTTIR

ÞAR SEM VINIR VERÐA TIL // WHERE FRIENDS ARE MADE 

Einkasýning Agnesar Ársælsdóttur opnar fimmtudaginn 26. október kl.17:00 – 19:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

- Ég er búin að hugsa mikið um, þú veist, mikilvægi vináttu. Ég var 
að lesa inngang í bók um samúð og þróun siðferðis.
- Vá.
- Ég las samt bara innganginn.
- Það er góð byrjun. 
- Þar segir hann að væntum þykja sé nauðsynleg til þess að samfélög virki og fólk haldist saman.
- Það meikar sens, ég held líka að ef manni þykir vænt um einhvern sé frekar erfitt að vera með ósveigjanlegar skoðanir.
-Já einmitt!

(brot úr samtali við vinkonu)
-------------

- I’ve been thinking about this a lot, like how important is friendship? I was reading this introduction of a book about empathy and moral development.
- Wow.
- I just read the introduction though.
- It’s a good start.
- The author was saying that caring is fundemental for societies to work and people to stay together.
- Makes sense. I also think that it’s quite difficult to have uncompromised opinions when you care about someone.
- Yes exactly!

(part of a concersation with a friend)

Facebook viðburður hér

agnes.jpg
 
 

 

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.