Class: 
color4

Útskriftarverkefni sviðslistadeildar 2024

Sviðshöfundar - 15.03.24-25.03.24

Í ár útskrifast 10 nemendur af sviðshöfundabraut. Verkefni þeirra spanna vítt svið sviðslistanna og taka á fjölbreyttum málefnum. Öll eiga verkefnin það sameiginlegt að nálgast sviðslistamiðilinn á tilraunakenndan og gagnrýnin hátt með forvitni að vopni. Nánari upplýsingar HÉR.
 

Dansarar - 10.05.24-18.05.24

Frumsýning í Black Boxinu LHÍ Laugarnesi 10. maí 2024.

Útskriftarhátíð 2024

Útskriftarhátíð Listaháskólans fer fram 15. mars til 2. júní 2024

Hátíðin er afar fjölbreytt en á dagskrá eru fjölmargir viðburðir frá öllum deildum Listaháskólans. Frítt er inn á alla viðburði.

Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir viðburði hátíðarinnar eftir deildum og munu frekari upplýsingar bætast við eftir því sem nær dregur viðburði.

Arkitektúr

BA í arkitektúr
11.05.-19.05.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús

MArch í arkitektúr
11.05.-19.05.
Tollhúsið, Tryggvagötu

Bingó // María Jóngerð Gunnlaugsdóttir

María Jóngerð Gunnlaugsdóttir
Lokaverk

Sviðshöfundabraut
Sviðslistadeild

————————

Spilað verður bingó í Listaháskóla Íslands dagana 22. , 24. og 25. mars.
Við verðum á Laugarnesvegi 91, gengið er inn af neðra bílastæðinu. Bogga verður með heitt á könnunni.
ATH! ekki posi á staðnum og ekki mæta seint.
 
//
 

Systir mín Matthildur // Gígja Hilmarsdóttir

Gígja Hilmarsdóttir
Lokaverk

Sviðshöfundabraut
Sviðslistadeild

————————

Einfalt líf Betu fer úr skorðum þegar systir hennar Matthildur brýst inn og biður um að fá að gista í eina nótt. Þegar dvölin dregst á langinn þarf Beta að leita leiða til að búa með stóru systur sinni. Ætli það sé ekki bara best að deyja úr væmni?
 

Útskriftarverkefni sviðshöfunda 2024

Útskriftarverkefni sviðshöfunda 2024

Útskriftarnemendur á sviðhöfundabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands frumsýna lokaverkefni sín dagana 15. - 25. mars. Verkefnin eru hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands.
 
Í ár útskrifast 10 nemendur af sviðshöfundabraut. Verkefni þeirra spanna vítt svið sviðslistanna og taka á fjölbreyttum málefnum. Öll eiga verkefnin það sameiginlegt að nálgast sviðslistamiðilinn á tilraunakenndan og gagnrýnin hátt með forvitni að vopni.