Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2016-2017 um nám á bakkalárstigi er frá 20. janúar til 31.mars
Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2016-2017 um nám á meistarastigi er frá 20. janúar til 13. maí. Nema í söng- og hljóðfæranám -sá frestur er til 21.apríl.

Í tónlistardeild er boðið sérhæft tónlistarnám í hljóðfæraleik og einsöng til B.Mus gráðu og almennt tónlistarnám til BA gráðu, þar sem nemendur geta valið um að sérhæfa sig í kirkjutónlist, skapandi tónlistarmiðlun, tónsmíðum fyrir ýmsa miðla og söng- og hljóðfærakennslu.

Þrjár tveggja ára námsbrautir á meistarastigi eru í boði. MA/MMus í tónsmíðum, MMus.Ed/MA í söng- og hljóðfærakennslu og samevrópska meistaranámsbrautin sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf (NAIP) sem lýkur með MMus gráðu. Auk þess er boðið tveggja ára diplómanámsbraut til 80 eininga sem er ætluð hæfileikaríkum nemendum sem enn stunda almennt nám á framhaldsskólastigi, en standast kröfur skólans um kunnáttu og færni í tónlist.

Meistaranám í tónsmíðum

  • Frestur til að skila inn umsóknum 13. maí 2017
  • Viðtöl Í byrjun júní 2017
  • Umsóknum svarað Í lok júní 2017
  • Upphaf haustannar 22. ágúst 2017
  • Umsóknargjald 5000 kr.
  • Skólagjöld (2016-2017)  796.000 kr. á ári.
  • Kennsla fer fram á ensku
  • Námið er lánshæft hjá LÍN

Meistaranám í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi / New Audiences and Innovative Practice (NAIP)

  • Frestur til að skila inn umsóknum 13. maí 2017
  • Stöðupróf og viðtöl Auglýst síðar
  • Umsóknum svarað Í lok júní 2017
  • Upphaf haustannar 20. ágúst 2017
  • Umsóknargjald 5000 kr.
  • Skólagjöld 515.000 kr.
  • Námið er lánshæft hjá LÍN

Meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu

  • Frestur til að skila inn umsóknum: 13. maí 2017
  • Viðtöl og áheyrnarprufur: Í byrjun júní 2017
  • Umsóknum svarað: Í lok júní 2017
  • Upphaf haustannar: 20. ágúst 2017
  • Skólagjöld (2016-2017) 515.000
  • Námið er lánshæft hjá LÍN

Gildar umsóknir?
Til að umsókn í meistaranám sé fullgild þarf að greiða umsóknargjaldið og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:

  • Rafræn umsókn í tónlistardeild
  • Prentuð og undirrituð umsókn 
  • Námstillaga
  • Ferilskrá
  • Staðfest afrit af prófskírteinum (ljósrit gildir ekki)
  • Ferilmappa með sýnishornum af verkum umsækjenda

Diplóma og bakkalárnám

  • Frestur til að skila inn umsóknum 31. mars.  2017
  • Stöðupróf tilkynnt síðar
  • Inntökupróf og viðtöl tilkynnt síðar
  • Umsóknum svarað  Í maí 2017
  • Upphaf haustannar 20. ágúst 2017
  • Umsóknargjald 5000 kr.
  • Skólagjöld (2016-2017) 490.000 kr.
  • Námið er lánshæft hjá LÍN

Til að umsókn í Bakkalár- og diplómanám sé fullgild þarf að greiða umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:

  • Rafræn umsókn í tónlistardeild
  • Prentuð og undirrituð umsókn
  • Staðfest afrit af prófskírteinum (ljósrit gildir ekki)
  • Mappa með sýnishornum af verkum umsækjenda (á ekki við um umsækjendur í hljóðfæraleik eða söng)

Inntaka og inntökuferli