Class: 
color2

Útskriftartónleikar // MA tónsmíðar

Útskriftartónleikar // MA tónsmíðar
4.desember kl. 18:00 í Kaldalóni

Verk útskriftarnema í meistaranámi í tónsmíðum verða flutt í Kaldalóni þann 4.desember kl.18:00. Flutningurinn er í höndum Caput Ensemble og stjórnandi er Guðni Franzson.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Postponement
Samúel Jón Samúelsson

Besiege
Michelle Zen-in Cheng

The Oceanic Gaze
Isabelle Riche

The Opera Game
Rógvi á Rógvu

 

Hjálmar sjötugur

Hjálmar sjötugur í tónlistardeild föstudaginn 25. nóvember kl. 12:45

Í tilefni sjötugsafmælis Hjálmars H. Ragnarssonar tónskálds og fyrrverandi rektors LHÍ býður tónlistardeild til samtals við Hjálmar og mun Þorbjörg Daphne Hall dósent í tónlistarfræðum ræða við hann um verk hans og listrænan feril. Þar munu Herdís Anna Jónasdóttir og Áshildur Haraldsdóttir leika brot úr Noktúrnu fyrir fjölrása rafhljóð, sópran-rödd og altflautu (1977 / 2022) og Sif Tulinius mun leika brot úr Partítu fyrir sólófiðlu (2020) eftir Hjálmar og segja frá upplifunum sínum af verkunum.

Anna-Elena Pääkkölä // Naked, Natural: Female Body Positivity and Agentic Sexuality in Nordic Pop Music Videos

Hádegisfyrirlestur í Dynjanda
Tónlistardeild LHÍ, Skipholti 31
28.10.22 kl.12:45

Anna-Elena Pääkkölä flytur erindið Naked, Natural: Female Body Positivity and Agentic Sexuality in Nordic Pop Music Videos í Dynjanda föstudaginn 28.október. Pääkkölä er doktor í tónlistarfræðum og starfandi tónlistarkona. Í erindi sínu mun hún fjalla um þrjú tónlistarmyndbönd eftir norræna popplistamenn með jákvæða líkamsímynd og kynferðislega afhjúpun til hliðsjónar.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
 

Óperudagar // Amerísk og íslensk sönglög

Óperudagar // Amerísk og íslensk sönglög
Dynjandi, Listaháskóli Íslands, Skipholt 31 · lau 29. okt kl. 13:30

Bandaríska sópransöngkonan Cayla Rosché og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja sönglög frá Íslandi og Bandaríkjunum.Á efnisskránni verða lög eftir m.a. Þórunni Guðmundsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttir, Tryggva M. Baldvinsson og Jórunni Viðar auk ljóðaflokka eftir Amy Beach og Gwyneth Walker.