Class: 
color2

Rytmísk kvöld í Stúdentakjallaranum

Rytmísk kvöld í Stúdentakjallaranum

Samspilshópar LHÍ nemenda í rytmískri söng- og hljóðfærakennslu koma fram og skemmta gestum og gangandi í Stúdentakjallaranum kl.20:00 eftirfarandi mánudagskvöld í haust //

18. september
23. október
20. nóvember

Aðgangur ókeypis og öll velkomin - sér kjör á bar og í veitingasölu fyrir alla háskólanema gegn framvísun skólaskírteinis. 
 

SAMAN í Dynjanda

SAMAN í Dynjanda
Föstudaginn 8.september kl.20:00, Skipholti 31.

Nemendur úr LHÍ og Conservatorio di Bolzano á Ítalíu hafa sett saman efnisskrá með glænýjum verkum fyrir kammersveit og leika þau undir stjórn Maurizio Colasanti frá Bolzano.

Tónlistardagur Halldórs Hansen

Sunnudaginn 4.júní fer fram verðlaunaafhending og úthlutun úr sjóði Halldórs Hansen. Viðburðurinn fer fram í tónlistarsal Listaháskóla Íslands Dynjandi, Skipholti og hefst kl.16:00

Halldór Hansen barnalæknir lét eftir sig mikið tónlistarsafn með um 10.000 hljómplötum, sem hann ánafnaði Listaháskólanum í erfðaskrá ásamt öðrum eigum sínum
sem skyldu renna í sérstakan sjóð í hans nafni.Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn Listaháskóla Íslands og veita árlega styrk
til framúrskarandi tónlistarnema.