Class: 
color2

Björk í brassbúningi

Nemendur Listaháskóla Íslands, undir stjórn Inga Garðars Erlendssonar, flytja valin verk Bjarkar Guðmundsdóttur í nýjum búningi á tónleikum í Mengi laugardaginn 13. janúar.

Nemendurnir hafa undanfarið unnið að því að útsetja lög Bjarkar fyrir blásturshljóðfæri á námskeiðinu „Hljóðfærafræði málmblásturshljóðfæra“ við tónsmíðadeild LHÍ og verða uppskerutónleikarnir síðasta verkefni námskeiðsins.

Tónleikarnir hefjast kl. 14 og standa í um klukkustund. Miðaverð er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir nemendur Listaháskólans. Við vonumst til að sjá sem flesta.

 

 

Ungir einleikarar 2018

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi tónleikanna er Daniel Raiskin sem einnig stjórnar tónleikum Ungsveitarinnar á starfsárinu enda fer honum einkar vel úr hendi að starfa með ungu fólki.

Ómkvörnin 2017

Ómkvörnin er uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Þar eru flutt ný verk eftir tónsmíðanemendur skólans af hljóðfæraleikurum skólans sem og tónlistarfólki annarsstaðar frá.
 
14. des verður Ómkvörnin í Mengi þar sem nemendur úr texta og lagasmíða áfanga sýna afrakstur annarinnar klukkan 18:00. Klukkan 21:00 eru verk eftir nemendur á tónsmíðabraut þar sem blandað er saman hljóðheimum raf og akústískra hljóðfæra.
 

Graduation concerts: Kristín Þóra Pétursdóttir klarinett

Graduation concert at Salurinn, Kópavogi þriðjudaginn 12. desember kl 20:00.

Free entrance 

 

Other performers:

Aladár Rácz, píanó

Elísa Elíasdóttir, píanó

Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló

 

Program:

André Messager (1853-1929)

Solo de concours

Howard Ferguson (1908-1999)

Four short pieces, Op. 6

            I. Prelulde

            II. Scherzo

            III. Pastoral

Föstudagsfyrirlestur tónlistardeild: Af hverju öskra mennirnir svona?

Af hverju öskra mennirnir svona?

Gunnar Ben ræðir um aðlögun klassíska tónlistarmannsins að þungarokksheiminum. Einnig skoðar hann tónlist Skálmaldar, þjóðleg áhrif, lífið í rútunni og #aðstöðuna.

Gunnar Ben er Mývetningur, fagstjóri, óbóeigandi, kórstjóri, aðjúnkt og þungarokkari.

Fyrirlesturinn fer fram í Skipholti 31, stofu 633
Allir hjartanlega velkomnir!

 

 

Skammdegistónleikaröð tónlistardeildar LHÍ

Orgeltónleikar laugardaginn 16. desember kl 12:
Matthías Harðarson og Erla Rut Káradóttir nemendur á kirkjutónlistarbraut LHÍ leika á orgel.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!

Skammdegistónleikaröð tónlistardeildar er yfirheiti nemendatónleika í lok haustannar. Tónleikaröðin hófst með tónleikum í Hallgrímskirkju þar sem kór og hljóðfæranemendur skólans komu fram. 
Nú hafa tekið við einleiks- og kammertónleikar nemenda og standa þeir samfellt yfir á tímabilinu 25.nóvember til 11.desember.

Afternoon concerts

 

Leikið á horn og túbu auk þess sem flutt eru tvö kammerverk:

Erna Ómarsdóttir (horn), Guðmundur Andri Ólafsson (horn) og Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir (básúna) koma fram á tónleikunum.

Einnig verða leikin tvö kammerverk: 
Hjalti Þór Davíðsson (píanó), Karen Iliana Urbano Cuellar (fiðla) og Sigurlaug Björnsdóttir þverflauta leika verk eftir Martinu 

Íris Björk Gunnarsdóttir (söngur), Vera Hjördís Matsdóttir (söngur), Alexandra Scout Parks (söngur og Brynjar Friðrik Pétursson (gítar) flytja verk eftir Dowland.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!