Class: 
color2

Recombinant / Kveðja til 20. aldarinnar

Laugardagskvöldið 17. mars klukkan 21 flytur ítalska tónskáldið Massimiliano Viel verk sitt Recombinant í flyglasal tónlistardeildar LHÍ við Skipholt 31. 
 
Recombinant (umröðun) er kveðja til tónskálda síðustu aldar þar sem á fjórða hundrað brotum úr verkum eftir Berio, Cage, Ligeti, Stockhausen, Xenakis, Scelsi og Donatoni er blandað saman og umraðað á staðnum svo úr verður sérkennileg mósaík sem opinberar látæði og áráttu skrifaðrar tónlistar á seinni hluta 20. aldar. 
 

Bartók-hátíð í Listaháskólanum og Menntaskóla í tónlist

Nemendur tónlistardeildar LHÍ og MÍT halda Bartók-hátíð helgina 17. - 18. mars næstkomandi.  Fjölbreytileg tónlist eftir ungverska tónskáldið og þjóðlagasafnarann hljómar í meðförum ungra tónlistarmanna í Kirkju óháða safnaðarins á tvennum tónleikum sunnudaginn 18. mars en að auki mun ungverski píanóleikarinn Péter Kiss halda opna masterklassa og fjalla um tónlist Bartóks í tónleikafyrirlestri laugardaginn 17. mars.  Bartók var frábær píanóleikari og brautryðjandi á sviði þjóðlagasöfnunar auk þess að vera eitt atkvæðamesta tónskáld Ungverjalands fyrr og síðar. 

Tónleikafyrirlestur í tilefni 100 ára afmælis Lettlands

Lettneski píanóleikarinn og tónlistarfræðingurinn Dzintra Erliha fjallar um í tali og tónum um lettneska píanótónlist í tilefni hundrað ára afmælis Lettlands. Við sögu koma lettnesku tónskáldin   Lūcija Garūta, Janis Medins, Janis Ivanovs, Aivars Kalejs, Peteris Vasks og Santa Buss sem Dzintra mun greina frá og leika tónlist eftir.
Tónleikafyrirlesturinn fer fram föstudaginn 16. mars í flyglasal tónlistardeildar LHÍ, Skipholti 31, frá 12:30 - 14:00. Allir eru hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis.