Class: 
color2

Fyrirlestur

Föstudagsfyrirlestrarröð tónlistardeildar:

Gunnar Karel og Þórunn Gréta Sigurðardóttir munu segja frá tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum sem næst verða haldnir dagana 25.-27. janúar 2018 í Reykjavík. Myrkir músíkdagar er ein af elstu starfandi tónlistarhátíðum landsins og hefur frá stofnun hennar árið 1980 gegnt mikilvægu hlutverki sem vettvangur framsækinnar samtímatónlistar á Íslandi.

Alvör tónlistartímarit og tónleikar

Útgáfa ritsins 18 íslensk kórverk
Þriðjudaginn 19. september kl: 20:00 í Háteigskirkju
 
Þriðjudagskvöldið 19.September klukkan 20:00, bíður tónlistarútgáfan Alvör til útgáfuviðburðar í Háteigskirkju. Tilefnið er útkoma nýjustu afurðar Alvarar, ritsins 18 íslensk kórverk sem ber að geyma ný íslensk kórverk eftir 6 ung og upprennandi tónskáld, samin á árunum 2014-2017.
Haldin verður stutt tala um útgáfuna og verkin sem í henni leynast og mun Kammerkór Alvarar syngja valin verk úr heftinu undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

Fyrirlestur: Tónskáldið Hróðmar I. Sigurbjörnsson

Hróðmar I. Sigurbjörnsson, tónskáld, mun flytja fyrirlestur í málstofu tónsmíðanema föstudaginn 15. september kl. 12:45 -14:40. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 633 í nýju húsnæði tónlistardeildar Listaháskólans í Skipholti 31. Sérstakir gestir málstofunnar verða meðlimir Quartetto a mouversi sem munu flytja brot úr verkum Hróðmars.

Cycle: Vinnustofa

Vinnustofa á listahátíðinni Cycle um tónlist og þjóðarsjálfsmyndir í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs laugardaginn 9. september kl. 11-16.
 
Þátttakendur eru Andreas Otte, lektor við Háskóla Grænlands, Berglind María Tómasdóttir, dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar við LHÍ, Erik Deluca, tónskáld og stundakennari við LHÍ og Þorbjörg Daphne Hall, lektor í tónlistarfræði við LHÍ. Einnig verður stuttmynd Ivalo Frank, Echoes (2015), sýnd og mun hópur listkennslunema við Háskóla Grænlands kynna hljóð- og myndverk sitt.
 

Crossroads

Content only available in Icelandic
 
Listaháskólinn og NAIP í Hafnarfirði.
 
Laugardaginn 2. september verður haldin hátíð í miðbæ Hafnarfjarðar í tengslum við alþjóðlegt námskeið evrópska NAIP verkefnisins (New Audiences and Innovative Practice) en það er meistaranám sem var þróað fyrir um 10 árum og tónlistardeild Listaháskólans hefur tekið þátt í að móta frá upphafi.
 

Crossing Keyboards

 

Píanódeild Listaháskóla Íslands gerðist nýlega aðili að samstarfsverkefni norrænna listaháskóla sem kallast “Crossing Keyboards” . 

Í samstarfinu felst meðal annars að nemendur og prófessorar skólanna heimsækja hvern annan og halda þar masterklassa og tónleika.

Mánudaginn 18. september heimsækja  kennarar og nemendur úr Lettneska tónlistarháskólanum Jāzeps Vītols í Riga tónlistardeild LHÍ.