Class: 
color2

Málstofa: Errata og loadbang frá New York

Málstofa BA nema tónsmíðum, Skipholti 31, 10. nóvember.  kl. 12:45-14:40 – Errata og loadbang frá New York

loadbang er nútímatónlisthópur frá New York sem samanstendur af trompet, básúnu, bassaklarinetti og barrítónrödd en hópurinn var stofnaður árið 2008 og hefur fengið frábæra gagnrýni miðla á borð við The New York Times, Baltimore Sun og Time Out í New York. Hópurinn hefur verið iðinn við að frumflytja ný verk sérstaklega saminn fyrir hann en í kringum 200 verk hafa fæðst fyrir tilstilli hópsins.

LHÍ á Airwaves

Framlag Listaháskóla Íslands á Iceland Airwaves verður fjölbreyttur hópur tónlistarfólks í meistaranámsbrautum innan skólans ásamt fleirum.

Flutt verður efni eftir nemendur í tónsmíðum, þekkt tónverk frá ýmsum heimshornum í nýjum búningi, tónlistarnámskeið með ungu fólki og íslensk sönglög og ljóð undir frumsamdri tónlist nemenda. Frítt er inn á alla atburði sem verða haldnir í Skipholti 31. 

Fyrirlestur: Tónskáldið Atli Ingólfsson

 

Miðannarspjall - Atli Ingólfsson heldur fyrirlestur í stofu 633 í Skipholti 31 á föstudaginn kl. 12:45.

Atli Ingólfsson hefur starfað við tónsmíðar frá 1990 og samið verk af öllu tagi fyrir einleikara og hljómsveitir víða um Evrópu. Fjöldi verka hans hefur komið út á hljómdiski, fimm þeirra á disknum ENTER hjá Bis útgáfunni 2005, og nú síðast kom verkið Orgoras Speaks út hjá Neos útgáfunni í Köln.

Atli hefur samið þrjú tónleikhúsverk í samstarfi við Cinnober Teater í Gautaborg og fór það síðasta, Njáls saga, á fjalirnar í Gautaborg og Osló fyrr á þessu ári.

Fyrirlestur

Föstudagsfyrirlestrarröð tónlistardeildar:

Gunnar Karel og Þórunn Gréta Sigurðardóttir munu segja frá tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum sem næst verða haldnir dagana 25.-27. janúar 2018 í Reykjavík. Myrkir músíkdagar er ein af elstu starfandi tónlistarhátíðum landsins og hefur frá stofnun hennar árið 1980 gegnt mikilvægu hlutverki sem vettvangur framsækinnar samtímatónlistar á Íslandi.

Alvör tónlistartímarit og tónleikar

Útgáfa ritsins 18 íslensk kórverk
Þriðjudaginn 19. september kl: 20:00 í Háteigskirkju
 
Þriðjudagskvöldið 19.September klukkan 20:00, bíður tónlistarútgáfan Alvör til útgáfuviðburðar í Háteigskirkju. Tilefnið er útkoma nýjustu afurðar Alvarar, ritsins 18 íslensk kórverk sem ber að geyma ný íslensk kórverk eftir 6 ung og upprennandi tónskáld, samin á árunum 2014-2017.
Haldin verður stutt tala um útgáfuna og verkin sem í henni leynast og mun Kammerkór Alvarar syngja valin verk úr heftinu undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.