Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á að tileinka sér verklega bókagerð og kynna sér samtvinnaða sögu bókverks og lista. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 

Á námskeiðinu fer fram verkleg kennsla í handgerðu, einföldu bókbandi. Nemendur munu kynnast nokkrum tegundum bókbands og búa í lokin til sitt eigið bókverk, þar sem allt helst í hendur, bókband, efnisval og innihald bókarinnar. Einnig verður fjallað um bókverk almennt og hvernig bækur og listir hafa spilað saman í gegnum tíðina.

Námsmat: Virkni, þátttaka og verkefnaskil.

Kennari: Gunndís Ýr Finnbogadóttir. 

Staður og stund: Laugarnes, tími tilkynntur síðar.

Tímabil: Tilkynnt síðar.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409