Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem hafa hug á að stýra barna- og unglingakórum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 

Námskeiðið er tvískipt. Annars vegar eru verklegir tímar þar sem fjallað er um starf kórstjórans og farið í aðferðir og leiki til upphitunar barnakóra og unnið með valin kórverk. Einnig er fjallað um barnsröddina og hvað beri að varast og/eða leggja áherslu á í vinnu með ungum röddum. Hins vegar býðst nemendum að halda utan um sönghóp í nokkurn tíma, velja efni í samráði við kennara, kenna það og flytja (stjórna).
 
Námsmat: Símat, sjálfsmat og jafningjamat.

Kennari: Þórunn Björnsdóttir. 

Staður og stund: Laugarnes, tími tilkynntur síðar.

Tímabil: Tilkynnt síðar.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur:  Bakgrunnur í tónlist.

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409