Rannsóknir fela í sér vinnu á sérsviði viðkomandi akademísks starfsmanns, eða þverfaglegri samvinnu, sem miðlað er með opinberum hætti, hvort sem er í listrænu formi eða á fræðilegum vettvangi.
 
 
Samkvæmt afstöðu skólans er afrakstur rannsókna á fræðasviði lista ávallt tvenns konar í senn, annars vegar verk og hinsvegar útdráttur um viðkomandi verk. 
 
 
Skrásetning og mat
Akademískir starfsmenn, sem hafa skilgreint rannsóknarhlutfall skv. starfssamningi, skila árlegri skýrslu um afrakstur rannsókna sinna á þar til gerðu eyðublaði. Innra mat á afrakstri rannsóknastarfs við Listaháskólann er framkvæmt af fulltrúum fagsviðana, og sett fram í formi umsagnar. Þar er litið til viðmiða fyrir mat á afrakstri á fræðasviði lista sem rannsóknanefnd fagráðs hefur þróað. Hér til hægri má lesa nánar um þessi viðmið og þróun þeirra.
 
Fallið hefur verið frá skráningum í gagnagrunn sem tekinn var í notkun árið 2010 en eldri skráningar á afrakstri rannsókna eru enn aðgengilegar um hlekk hér til hægri. Unnið er að útfærslu á nýju opnu skráningarkerfi rannsóknaafraksturs við háskólann.