Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar öllum sem vilja nýta leiklist í kennslu á öllum skólastigum, með áherslu á grunnskólastigið. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Á námskeiðinu kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og kennsluleiðum. Þeir kynnast kennslufræði leiklistar og tengslum hennar við nám og kennslu. Nemendur læra að beita aðferðum leiklistar þegar nálgast á viðfangsefni og fá innsýn í hvernig tengja má þær við allar listgreinar.

Nemendur fá verklega kennslu í aðferðum leiklistar, spreyta sig á margvíslegum verkefnum, auk þess sem þeir fá sýnikennslu í grunnskóla á því hvernig kennsluaðferðir leiklistar geta tengst námsefni. Fjallað verður um gildi og notkun leikja í skólastarfi og tengsl þeirra við nám. Nemendur kynnast lesefni innan listmenntunar þar sem fjallað er um helstu kenningar um gildi lista í námi. Að auki kynnast nemendur margvíslegum námsmatsaðferðum í leiklistarkennslu.

Námsmat: Verkefni, þátttaka og virkni í tímum.

Kennari: Ása Helga Ragnarsdóttir.

Staður og stund: Laugarnes,

Tímabil: 

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar.